Yljandi jól

Við fögnum hátíðunum á veitingastaðnum Ylja með glæsilegum 5 rétta jólamatseðli að hætti Gísla Matt, þar sem hráefni af svæðinu mætir íslenskum jólahefðum.

Ljúft flæði bragðanna

Máltíðin er órjúfanlegur hluti af upplifuninni í Laugarás Lagoon og veitingastaðurinn Ylja, sem er samheiti við að hlýja sér, stendur þar í öndvegi. Eldhúsið er í höndum hins rómaða Gísla Matt, sem býður árstíðabundinn matseðil með hráefni úr nærumhverfi; fiskmeti og landbúnaðarvörur úr héraði og grænmeti úr gróðurhúsunum.

Yljandi jól

Við fögnum hátíðunum á veitingastaðnum Ylja með glæsilegum 5 rétta jólamatseðli að hætti Gísla Matt, þar sem hráefni af svæðinu mætir íslenskum jólahefðum.

Dagsmatseðill

Tveggja rétta dagsmatseðill, fullkominn fyrir gesti sem eru á ferðinni yfir daginn.

Hópamatseðill

Hópamatseðlar fyrir 10 manns eða fleiri má finna hér.

Kvöldmatseðill

Gestir geta átt von á úrvali sjávarrétta, kjötrétta og grænmetisrétta. Hægt er að para matinn með vel völdum vínum.

Gísli Matt mótar einstaka upplifun á Ylju

Gísli Matthías Auðunsson, betur þekktur sem Gísli Matt, er einn af virtustu matreiðslumönnum landsins. Áður en hann gekk til liðs við veitingastaðinn Ylju var hann hvað þekktastur fyrir veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum.

Á Ylju sameinar Gísli ástríðu sína fyrir nútímalegum aðferðum og dekri við bragðlauka með klassískum íslenskum hráefnum og hefðum. Þannig skapar hann upplifun sem tengir gesti við staðinn, árstíðina og menninguna.

Samvinna við samfélagið í Laugarási

Við leggjum áherslu á náið samstarf við þorpið Laugarás. Veitingastaðurinn Ylja er stoltur af því að fá hráefni frá gróðurhúsum og býlum nágranna okkar því þannig fá gestir innsýn í ekta, staðbundna upplifun sem á rætur í náttúru og nærumhverfi.

Einkarými til leigu

Innan um kyrrláta stemningu á veitingastaðnum Ylja, bjóðum við upp á hlýlegt og fallega hannað rými fyrir ýmis tilefni.  Hvort sem um er að ræða matarupplifun fyrir hópa, fundi eða móttöku, þá er rýmið sveigjanlegt og hægt að aðlaga því að tilefninu.

Leiðin til okkar

Við erum staðsett í þorpinu Laugarási, aðeins nokkrum mínútum frá þekktustu ferðamannastöðum Íslands

Selfoss - Laugarás Lagoon

40 km

Gullfoss - Laugarás Lagoon

43 km

Þingvellir - Laugarás Lagoon

46 km

Reykjavík - Laugarás Lagoon

94 km

Keflavíkurflugvöllur - Laugarás Lagoon

134 km

Viltu hámarka upplifunina þína?

Hámarkaðu baðupplifunina með Ösp. Árstíðarbundin tveggja rétta máltíð að hætti Gísla Matt fyrir eða eftir slökun í lóninu.