Í sumar opnar nýr griðastaður í Gullna hringnum, Laugarás Lagoon, glæsilegt baðlón við árbakka Hvítár.
Njótum okkar í náttúrunni. Endurnærumst við ána.
Laugarás Lagoon er hannað fyrir vellíðan. Baðstaðurinn mun innihalda tveggja hæða baðsvæði, gufuböð, hituð með jarðvarma úr uppsprettu í þorpinu, og kalda laug með jökulvatni úr Hvítá. Þökk sé víðfeðmu útsýni yfir ána, skóglendi, sveitir og fjöll skapast þar töfrandi samspil slökunar og nándar við náttúruna.
Á veitingastaðnum Ylja verður boðið upp á fjölbreytt og árstíðabundið úrval veitinga með áherslu á að nýta hráefni úr nærsveitum.
Baðlónið er staðsett í Laugarási, í grennd við Iðubrú í Árnessýslu.
Fylgstu með flæðinu – í áskrift að fréttabréfinu okkar.
Skráðu þig á póstlistann til að fá reglulegar fréttir frá Laugarás Lagoon – og við hóum að sjálfsögðu þegar hitastigið á vatninu er orðið fullkomið.